19.04.2015 21:06

Á Skötuveiðum á Suðurnesjum


Framkvæmdastjórinn með vænan þorsk í pottinn

Framkvæmdastjóri félagsins ásamt hugsanlegum nýlim, Emil Ellegaard fengu sér að veiða á suðurnesjunum á dögunum. Reyndis þetta hin mesta happaferð því 25 kg af fiski voru dregin heim.
Þó eru stærst tíðindin að reglan sem skrifuð hefur verið síðustu þrjú ár að Framkvæmdastjórinn veiði eina nýja tegund á hverju vori stóð ekki á sér þetta vorið. 


Þessar Tindabikkjur enduðu ekki í kös þetta árið

Tvær skötur voru dregnar á land í þetta sinnið og komu þær skemmtilega á óvart. Tegundagreining leiddi af sér skötu af gerðinni Tindabikkja. Framkvæmdastjórinn hringdi umsvifalaust í eiginkonu sína sem sat heima að spinna og spurði hvort ekki væri snjallt að leggja hana í kös á svölunum fram að þorláksmessu. Svarið var nei. Skötunum var því sleppt.


Sá guli er sólginn í kókómjólk. 

Talsvert var um kola eins og áður fyrr en bæði veiddist sandkoli og skarkoli. Skemmtilega kom hins vegar á óvart þorskveiðin en þeir félagar Framkvæmdastjórinn og Hr. Ellegaard drógu á land 15 þorska sem vtaskuld var öllum lógað. Örfáum kolum var sleppt sökum vanskapnaðar og smæðar.
Beitan sem reyndist best að þessu sinni var innfluttur smokkfiskur frá Kína keyptur í Krónunni Grafarholti. Makríll reyndist ekki vel sem þorskbeita að þessu sinni enda orðinn gamall og illa lyktandi.

Allur fiskur er fullunnin í vinnslu Framkvæmdastjórans

Að sjálfsögðu var allur aflinn verkaður og verður nýttur til manneldis. Til greina kemur að herða hluta aflans. Nánari grein um herðingu fisks mun koma síðar með ýtarlegum leiðbeiningum þess efnis.


Emil Ellegaard gerði harða atlögu að þorsktofninum.

Aðeildarumsókn hugsanlegs nýlims Emils Ellegaard hefur verið tekin til skoðunar og verður rædd á næsta stjórnarfundi félagsins. Emil er þeim kostum gæddur að vera með erlent ættarnafn ásamt því að borða fisk. Ekki er vitað til að nokkur annar félagsmaður beri slíka kosti saman.

Framkvæmdastjórinn og Emil Ellegaard taka "Selfie" í tilefni dagsins

Lokatölur:
Þorskur: 15 stykki, 22kg
Skarkoli: 5 stykki, 2,5kg
Sandkoli: 2 stykki, 0,5kg
Skötur 2 stykki, 2Kg (sleppt) 

Uppfærður listi yfir stangveiddar tegundir Framkvæmdastjóra frá landi í sjó. 
 1. Sjóbirtingur
 2. Bleikja
 3. Þorskur
 4. Ufsi
 5. Marhnútur
 6. Ýsa
 7. Lýsa
 8. Sandkoli
 9. Rauðspretta
 10. Steinbítur
 11. Tindabikkja
 • 1
Flettingar í dag: 267
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 782
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1119030
Samtals gestir: 175471
Tölur uppfærðar: 11.2.2016 10:28:48

Vafraðu um


Tenglar

Topplistinn
This page in english