07.07.2014 19:12

LPF* á Flateyjarbryggju

Framkvæmdastjórinn ásamt KO Kid reyndu með sér í glænýrri veiðiaðferð sem svipar til LRF nema R-inu er skipt út fyrir P. Rock skipt út fyrir Peer. Grjóti skipt út fyrir bryggju.

Látum myndirnar tala...

*Light Peer Fishing - Ný veiðiaðferð

16.06.2014 14:45

Ufsapartý á Svalbarðseyri

4 punda ferlíki tekið á gyðinginn. Af sjálfsögðu fékk ufsinn líf því ekki viljum við útrýma þessum merka baráttujaxli úr íslenskri náttúru.

10.06.2014 20:47

Sjálfbærni suður með sjó


Framkvæmdastjórinn berst fyrir lífi sínu gegn steinbítnum.

Framkvæmdastjórinn og frú fengu sér að veiða í sjónum. Sjórinn er fyrir þá sem borða matinn sinn en leika sér ekki að honum. Framkvæmdastjórinn dró á land fjórar rauðsprettur, tvo smáufsa, einn smáþyrskling og stærðarinnar steinbít. Rauðsprettur og steinbítur fara í soðið. Smáufsinn og smáþyrskling var brottkastað sökum neðanmálsstærðar. Nú hefur Framkvæmdastjórinn loks veitt steinbít frá landi og er stefnan sett á einhverja aðra exótíska tegund næst. Framkvæmdastjórafrúin dáðist af eiginmanni sínum við veiðar og veitti aðstoð við löndun steinbíts. Auk þess tók hún myndir. Hafi hún mikla þökk fyrir sú þokkadís.

Listi yfir stangveiddar tegundir Framkvæmdastjóra frá landi í sjó. Unnið er í að lengja hann.
 1. Sjóbirtingur
 2. Bleikja
 3. Þorskur
 4. Ufsi
 5. Marhnútur
 6. Ýsa
 7. Lýsa
 8. Sandkoli
 9. Rauðspretta
 10. Steinbítur

 • 1
Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 114
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 946314
Samtals gestir: 168382
Tölur uppfærðar: 31.3.2015 15:26:51

Vafraðu um


Tenglar

Topplistinn
This page in english