07.07.2014 19:12

LPF* á Flateyjarbryggju

Framkvæmdastjórinn ásamt KO Kid reyndu með sér í glænýrri veiðiaðferð sem svipar til LRF nema R-inu er skipt út fyrir P. Rock skipt út fyrir Peer. Grjóti skipt út fyrir bryggju.

Látum myndirnar tala...

*Light Peer Fishing - Ný veiðiaðferð

16.06.2014 14:45

Ufsapartý á Svalbarðseyri

4 punda ferlíki tekið á gyðinginn. Af sjálfsögðu fékk ufsinn líf því ekki viljum við útrýma þessum merka baráttujaxli úr íslenskri náttúru.

10.06.2014 20:47

Sjálfbærni suður með sjó


Framkvæmdastjórinn berst fyrir lífi sínu gegn steinbítnum.

Framkvæmdastjórinn og frú fengu sér að veiða í sjónum. Sjórinn er fyrir þá sem borða matinn sinn en leika sér ekki að honum. Framkvæmdastjórinn dró á land fjórar rauðsprettur, tvo smáufsa, einn smáþyrskling og stærðarinnar steinbít. Rauðsprettur og steinbítur fara í soðið. Smáufsinn og smáþyrskling var brottkastað sökum neðanmálsstærðar. Nú hefur Framkvæmdastjórinn loks veitt steinbít frá landi og er stefnan sett á einhverja aðra exótíska tegund næst. Framkvæmdastjórafrúin dáðist af eiginmanni sínum við veiðar og veitti aðstoð við löndun steinbíts. Auk þess tók hún myndir. Hafi hún mikla þökk fyrir sú þokkadís.

Listi yfir stangveiddar tegundir Framkvæmdastjóra frá landi í sjó. Unnið er í að lengja hann.
 1. Sjóbirtingur
 2. Bleikja
 3. Þorskur
 4. Ufsi
 5. Marhnútur
 6. Ýsa
 7. Lýsa
 8. Sandkoli
 9. Rauðspretta
 10. Steinbítur

01.02.2014 15:20

Heimagerður Eskfirskur harðfiskur.

Harðfiskur er gott og hollt fæði en er þeim anmörkum gæddur að vera í dýrari kantinum. Er það komið til sökum þess að 10kg af fiski þarf til að útbúa 1kg af harðfiski. Bíttá Helvítið þitt sem ávallt hefur hagsýni að leiðarljósi hefur fundið lausn á þessu fjárhagslega vandamáli harðfiskfíkla. Hér kemur uppskrift af Eskfirskum harðfiski eins og þeim sem við höfum öll gúffað í okkur á ferðalögum með tilheyrandi fjárhagstjóni.

1) Finnið sjó og veiðið fisk (í þessu tilfelli var það ýsa).
2) Takið 1 líter af sjó með ykkur heim (Ef ekki þá þarf 2-3 Msk af salti í líter af vatni til að búa til gerfisjó).
3) Skerið fiskinn í 0,5 - 1 cm þykkar ræmur.
4) Látið niðurskorinn fiskinn í sjóinn/gerfisjóinn í eina mínútu.
5) Fjarlægið fiskinn úr sjónum og raðið á ofngrind.
6) Setjið ofngrindina í blástursofn og stillið á 60°C og hafið góða rifu á ofnhurðinni svo rakinn úr fisknum komist út.
7) Neytist þegar fiskur er orðinn þurr í gegn (Tekur nokkra klukkutíma). 

 • 1
Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 105
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 926051
Samtals gestir: 167232
Tölur uppfærðar: 25.1.2015 18:14:24

Vafraðu um


Tenglar

Topplistinn
This page in english